Auðveldur sigur Detroit 10. maí 2006 11:15 Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst í fyrirhafnarlitlum sigri Detroit í öðrum leiknum við Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn