Dramatíkin í hámarki í nótt 29. apríl 2006 05:16 LeBron James fagnar hér sigrinum á Washington ásamt félaga sínum Donyell Marshall NordicPhotos/GettyImages Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira