Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum.
Schwarzer úr leik

Mest lesið








Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn
