Forseta líkt við einræðisherra 21. apríl 2006 14:41 Þingforsetinn var sakaður um að hafa tekið sér diktatorsvald og skildi lítið í þeirri líkingu. MYND/Hari Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.Mörður Árnason rifjaði upp að í tíð Rómaveldis hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að kjósa diktator til að fara með vald þingsins á óvissutímum, svo sem þegar stríð geisaði eða efnahagurinn var í uppnámi. Diktator þessi réð því þá hvað væri gert og hvaða mál væru til umfjöllunar."Ég sé ekki betur en að nú hafi sá voði færst að þjóðinni að forseti þingsins hafi með svipuðum hætti tilnefnt sjálfan sig diktator yfir Alþingi Íslendinga og kosið sjálfan sig.." sagði Mörður og komst ekki lengra því þá stóð forseti þingsins upp úr sæti sínu og sló í bjölluna."Forseti gerir athugasemd við þennan málflutning hjá háttvirtum þingmanni og beinir honum að lesa og kynna sér þingsköp Alþingis;" sagði Sólveig Pétursdóttir þingforseti. "Þar sem kemur ótvírætt fram hvaða vald forseti Alþingis hefur til þess að setja mál á dagskrá hér og annað því um líkt."Skilur ekki forseta"Forseti, ég skil ekki þessa athugasemd og get því ekki farið eftir henni," svaraði Mörður. "Það sem ég segi er það að ég sakaði forseta alls ekki um að hafa ekki farið að þingsköpun frekar en ég sakaði senatið um það á sínum tíma í Róm að hafa ekki haft leyfi til að kjósa þennan diktator. Þeir kusu diktatorinn og hér hefur forseti þingsins tekið sér það vald að kjósa sjálfan sig sem diktator. Diktator sem kippti úr sambandi starfsáætluninni, sem ekki hefur samráð við þingflokksformenn um störf þingsins og setur sjálf, án nokkurs samráðs, á dagskrá þau mál sem henni þykja brýnust."Ekki virtist forseti skilja Mörð betur en Mörður skildi forseta."Forseti hlýtur nú að velta fyrir sér hvaða tilgangi þjónaði þessi málflutningur hjá háttvirtum þingmanni," sagði forseti þingsins og spurði "hvort það eigi að skilja það svo að forseti sé með ofbeldi þegar á dagskrá þingsins er tekið stjórnarfrumvarp sem er afgreitt með eðlilegum hætti, með þingmeirihluta út úr menntamálanefnd þingsins?"Hart tekist áÞetta var ekki eina skiptið sem þingforseti sá ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning þingmanna. Nokkrum sinnum vandaði hann fyrir þeim að halda sig við efnið, sem væri athugasemdir við störf forseta, þegar þeir þóttu fara út í efnislega umræðu og álíka oft gerði forseti grein fyrir ástæðum sínum að máli þeirra loknu. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.Mörður Árnason rifjaði upp að í tíð Rómaveldis hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að kjósa diktator til að fara með vald þingsins á óvissutímum, svo sem þegar stríð geisaði eða efnahagurinn var í uppnámi. Diktator þessi réð því þá hvað væri gert og hvaða mál væru til umfjöllunar."Ég sé ekki betur en að nú hafi sá voði færst að þjóðinni að forseti þingsins hafi með svipuðum hætti tilnefnt sjálfan sig diktator yfir Alþingi Íslendinga og kosið sjálfan sig.." sagði Mörður og komst ekki lengra því þá stóð forseti þingsins upp úr sæti sínu og sló í bjölluna."Forseti gerir athugasemd við þennan málflutning hjá háttvirtum þingmanni og beinir honum að lesa og kynna sér þingsköp Alþingis;" sagði Sólveig Pétursdóttir þingforseti. "Þar sem kemur ótvírætt fram hvaða vald forseti Alþingis hefur til þess að setja mál á dagskrá hér og annað því um líkt."Skilur ekki forseta"Forseti, ég skil ekki þessa athugasemd og get því ekki farið eftir henni," svaraði Mörður. "Það sem ég segi er það að ég sakaði forseta alls ekki um að hafa ekki farið að þingsköpun frekar en ég sakaði senatið um það á sínum tíma í Róm að hafa ekki haft leyfi til að kjósa þennan diktator. Þeir kusu diktatorinn og hér hefur forseti þingsins tekið sér það vald að kjósa sjálfan sig sem diktator. Diktator sem kippti úr sambandi starfsáætluninni, sem ekki hefur samráð við þingflokksformenn um störf þingsins og setur sjálf, án nokkurs samráðs, á dagskrá þau mál sem henni þykja brýnust."Ekki virtist forseti skilja Mörð betur en Mörður skildi forseta."Forseti hlýtur nú að velta fyrir sér hvaða tilgangi þjónaði þessi málflutningur hjá háttvirtum þingmanni," sagði forseti þingsins og spurði "hvort það eigi að skilja það svo að forseti sé með ofbeldi þegar á dagskrá þingsins er tekið stjórnarfrumvarp sem er afgreitt með eðlilegum hætti, með þingmeirihluta út úr menntamálanefnd þingsins?"Hart tekist áÞetta var ekki eina skiptið sem þingforseti sá ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning þingmanna. Nokkrum sinnum vandaði hann fyrir þeim að halda sig við efnið, sem væri athugasemdir við störf forseta, þegar þeir þóttu fara út í efnislega umræðu og álíka oft gerði forseti grein fyrir ástæðum sínum að máli þeirra loknu.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent