Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets 9. apríl 2006 22:17 Jason Kidd náði enn einni þrennunni í kvöld þegar New Jersey færði Milwaukee fjórða tap sitt í röð NordicPhotos/GettyImages Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Fótbolti Fleiri fréttir Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Sjá meira
Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Fótbolti Fleiri fréttir Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Sjá meira