Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni 26. mars 2006 07:45 Stórleikur Andrei Kirilenko dugði skammt gegn Sacramento í nótt, en lið Utah er nánast búið að missa af lestinni í Vesturdeildinni NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Mike Bibby skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko náði þrennu með 15 stigum, 14 fráköstum og 10 vörðum skotum - en það voru fyrst og fremst vítaskotin sem urðu liði Utah að falli, því liðið hitti aðeins úr 55% þeirra í leiknum. Sacramento er sem stendur með nokkuð sterka stöðu í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og hefur nú tveggja leikja forskot á New Orleans og þriggja leikja forskot á Utah, auk betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. Phoenix vann Denver 107-96. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver og Andre Miller 24, en Steve Nash og Shawn Marion skoruðu 21 stig hvor fyrir Phoenix og Marion hirti auk þess 13 fráköst. Þá átti hinn franski Boris Diaw góðan leik og skoraði 13 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Dallas vann auðveldan sigur á Atlanta 98-83. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 26 stig. Al Harrington var stigahæstur hjá Atlanta með 19 stig og Joe Johnson skoraði 17 stig. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á Washington 116-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Sam Cassell skoraði 26 stig og Chris Kaman skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Mike Bibby skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko náði þrennu með 15 stigum, 14 fráköstum og 10 vörðum skotum - en það voru fyrst og fremst vítaskotin sem urðu liði Utah að falli, því liðið hitti aðeins úr 55% þeirra í leiknum. Sacramento er sem stendur með nokkuð sterka stöðu í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og hefur nú tveggja leikja forskot á New Orleans og þriggja leikja forskot á Utah, auk betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. Phoenix vann Denver 107-96. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver og Andre Miller 24, en Steve Nash og Shawn Marion skoruðu 21 stig hvor fyrir Phoenix og Marion hirti auk þess 13 fráköst. Þá átti hinn franski Boris Diaw góðan leik og skoraði 13 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Dallas vann auðveldan sigur á Atlanta 98-83. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 26 stig. Al Harrington var stigahæstur hjá Atlanta með 19 stig og Joe Johnson skoraði 17 stig. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á Washington 116-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Sam Cassell skoraði 26 stig og Chris Kaman skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira