Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni 26. mars 2006 07:45 Stórleikur Andrei Kirilenko dugði skammt gegn Sacramento í nótt, en lið Utah er nánast búið að missa af lestinni í Vesturdeildinni NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Mike Bibby skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko náði þrennu með 15 stigum, 14 fráköstum og 10 vörðum skotum - en það voru fyrst og fremst vítaskotin sem urðu liði Utah að falli, því liðið hitti aðeins úr 55% þeirra í leiknum. Sacramento er sem stendur með nokkuð sterka stöðu í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og hefur nú tveggja leikja forskot á New Orleans og þriggja leikja forskot á Utah, auk betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. Phoenix vann Denver 107-96. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver og Andre Miller 24, en Steve Nash og Shawn Marion skoruðu 21 stig hvor fyrir Phoenix og Marion hirti auk þess 13 fráköst. Þá átti hinn franski Boris Diaw góðan leik og skoraði 13 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Dallas vann auðveldan sigur á Atlanta 98-83. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 26 stig. Al Harrington var stigahæstur hjá Atlanta með 19 stig og Joe Johnson skoraði 17 stig. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á Washington 116-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Sam Cassell skoraði 26 stig og Chris Kaman skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Mike Bibby skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko náði þrennu með 15 stigum, 14 fráköstum og 10 vörðum skotum - en það voru fyrst og fremst vítaskotin sem urðu liði Utah að falli, því liðið hitti aðeins úr 55% þeirra í leiknum. Sacramento er sem stendur með nokkuð sterka stöðu í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og hefur nú tveggja leikja forskot á New Orleans og þriggja leikja forskot á Utah, auk betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. Phoenix vann Denver 107-96. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver og Andre Miller 24, en Steve Nash og Shawn Marion skoruðu 21 stig hvor fyrir Phoenix og Marion hirti auk þess 13 fráköst. Þá átti hinn franski Boris Diaw góðan leik og skoraði 13 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Dallas vann auðveldan sigur á Atlanta 98-83. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 26 stig. Al Harrington var stigahæstur hjá Atlanta með 19 stig og Joe Johnson skoraði 17 stig. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á Washington 116-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Sam Cassell skoraði 26 stig og Chris Kaman skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira