Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra 19. mars 2006 19:00 Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira