Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra 19. mars 2006 19:00 Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira