Árangurinn kom Ásthildi á óvart 22. janúar 2006 12:14 Ásthildur Helgadóttir segir árangurinn hafa komið sér á óvart. MYND/E.Ól. Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira