Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið 18. janúar 2006 15:55 Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira