Meðferð átröskunarsjúklinga 29. nóvember 2006 05:00 Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir .
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun