Latibær – alltaf hress, aldrei skemmtilegur! 28. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun