Karlar til ábyrgðar 28. nóvember 2006 05:00 Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun