Ekki öll sagan sögð 28. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar