Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi 16. nóvember 2006 06:45 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Innlent Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar.
Innlent Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira