Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi 16. nóvember 2006 06:45 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira