Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt 15. nóvember 2006 06:45 Frá mótmælunum Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, fór fremstur í stórum hópi mótmælenda í gær. Það var mál manna að slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael ef framganga þeirra breyttist ekki í Palestínu.fréttablaðið/gva MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar. Innlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar.
Innlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira