Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt 15. nóvember 2006 06:45 Frá mótmælunum Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, fór fremstur í stórum hópi mótmælenda í gær. Það var mál manna að slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael ef framganga þeirra breyttist ekki í Palestínu.fréttablaðið/gva MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira