Kærir kynþáttafordóma 14. nóvember 2006 07:00 Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira