Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu 10. nóvember 2006 05:45 HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun