Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar 6. nóvember 2006 03:00 Gunnar Svavarsson MYND/Valli Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira