Stöndum vörð um kynfrelsið! 4. nóvember 2006 05:00 Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun