Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild 3. nóvember 2006 05:30 Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sjást hér takast í hendur er gengið var frá kaupum á Samskiptum. MYND/Írisrut Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson.
Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira