Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps 3. nóvember 2006 06:30 „Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför." Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
„Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför."
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira