Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans 3. nóvember 2006 03:30 Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira