Klámvæðing er ein orsök nauðgananna 2. nóvember 2006 07:00 Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira