Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma 1. nóvember 2006 09:17 Aðeins 8,69 prósent íslenskra fyrirtækja skiluðu ársreikningi sínum fyrir reikningsárið 2004 fyrir 1. september árið 2005, sem var síðasti skiladagur ársreikninga. Í lok október 2006, fjórtán mánuðum eftir lok skilatíma, höfðu 22 prósent hlutafélaga ekki enn skilað inn ársreikningi til yfirvalda vegna reikningsársins 2004. Þetta kemur fram í tölum sem Lánstraust tók saman. Í síðustu viku greindi Markaðurinn frá því að innan fjármálaráðuneytis er í smíðum frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga, þar sem RSK verði veitt heimild til að sekta þau fyrirtæki sem draga að skila inn ársreikningum umfram tímamörk. Úrræði stjórnvalda við innheimtu ársreikninga eru talin of tímafrek og ómarkviss. Eitt helsta úrræði Ríkisskattstjóra (RSK) í dag er að senda út ítrekunarbréf á skilaskyld félög sem venjulega fer í póst eftir áramót nýliðins skilaárs. Tölur Lánstrausts sýna að þá höfðu rúmlega 29 prósent félaga skilað inn ársreikningi fyrir reikningsárið 2004. Lánstraust hefur einnig kannað hvernig heimtur eru á ársreikningum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð miðað við tímamörk þarlendis. Þar kemur í ljós að skilin eru alls staðar yfir níutíu prósent, um 99,8 prósent í Danmörku og 94 prósent í Svíþjóð. Könnun Lánstrausts bendir til þess að fylgni sé á milli hárrar skilaprósentu og viðurlaga er varða skiladagsetningu, því alls staðar nema á Íslandi er beitt sérstökum sektum ef ársreikningi er skilað of seint. Getur upphæðin legið á bilinu sex þúsund til 194 þúsund króna. Lánstraust reiknar á hverju ári út líkurnar á ógjaldfærni fyrirtækja, það er líkur á því að fyrirtæki lendi í gjaldþroti eða árangurslausu fjárnámi. Niðurstöður sýna að 19,89 prósent af þeim fyrirtækjum, sem skila ekki inn ársreikningum, verða ógjaldfær árið eftir. Ógjaldfærnihlutfallið er hins vegar 2,78 prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa skilað inn ársreikningi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aðeins 8,69 prósent íslenskra fyrirtækja skiluðu ársreikningi sínum fyrir reikningsárið 2004 fyrir 1. september árið 2005, sem var síðasti skiladagur ársreikninga. Í lok október 2006, fjórtán mánuðum eftir lok skilatíma, höfðu 22 prósent hlutafélaga ekki enn skilað inn ársreikningi til yfirvalda vegna reikningsársins 2004. Þetta kemur fram í tölum sem Lánstraust tók saman. Í síðustu viku greindi Markaðurinn frá því að innan fjármálaráðuneytis er í smíðum frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga, þar sem RSK verði veitt heimild til að sekta þau fyrirtæki sem draga að skila inn ársreikningum umfram tímamörk. Úrræði stjórnvalda við innheimtu ársreikninga eru talin of tímafrek og ómarkviss. Eitt helsta úrræði Ríkisskattstjóra (RSK) í dag er að senda út ítrekunarbréf á skilaskyld félög sem venjulega fer í póst eftir áramót nýliðins skilaárs. Tölur Lánstrausts sýna að þá höfðu rúmlega 29 prósent félaga skilað inn ársreikningi fyrir reikningsárið 2004. Lánstraust hefur einnig kannað hvernig heimtur eru á ársreikningum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð miðað við tímamörk þarlendis. Þar kemur í ljós að skilin eru alls staðar yfir níutíu prósent, um 99,8 prósent í Danmörku og 94 prósent í Svíþjóð. Könnun Lánstrausts bendir til þess að fylgni sé á milli hárrar skilaprósentu og viðurlaga er varða skiladagsetningu, því alls staðar nema á Íslandi er beitt sérstökum sektum ef ársreikningi er skilað of seint. Getur upphæðin legið á bilinu sex þúsund til 194 þúsund króna. Lánstraust reiknar á hverju ári út líkurnar á ógjaldfærni fyrirtækja, það er líkur á því að fyrirtæki lendi í gjaldþroti eða árangurslausu fjárnámi. Niðurstöður sýna að 19,89 prósent af þeim fyrirtækjum, sem skila ekki inn ársreikningum, verða ógjaldfær árið eftir. Ógjaldfærnihlutfallið er hins vegar 2,78 prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa skilað inn ársreikningi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira