Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars 31. október 2006 06:30 Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske bank. Segist hafa verið að grínast þegar hann bendi samstarfsmönnum sínum á að Abramovitsj hafi verið í heimsókn á Íslandi. Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen. Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen.
Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira