Á eldfjalli hugmynda 31. október 2006 01:00 Edda Rós Karlsdóttir Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda. Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda.
Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira