Vill innflytjendur í íslensku lögregluna 27. október 2006 00:01 Karl Steinar Valsson. Telur að lögreglan eigi að endurspegla það samfélag sem hún þjónar. MYND/Róbert Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“ Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“
Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira