Íslenskt ekki endilega aðalmálið 25. október 2006 00:01 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það. Úttekt Viðskipti Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira