Roland gerði gæfumuninn 23. október 2006 13:30 „Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær. Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
„Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær.
Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira