Reynt að koma höggi á Björn 22. október 2006 06:45 geir h. haarde Sagði samstarf sitt við dómsmálaráðherra óaðfinnanlegt. MYND/Daníel Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ásökun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra Alþýðuflokksins, um að hann hefði verið hleraður alvarlega og beinast óbeint að Sjálfstæðisflokknum, sem var samstarfsflokkur Alþýðuflokksins á þeim tíma. Segir Geir að reynt sé að gera Sjálfstæðisflokkinn og forsvarsmenn hans tortryggilega. Kom þetta fram í máli Geirs á opnum fundi í Valhöll í gærmorgun. Geir sagði sérstaklega ógeðfellt að svo virðist sem reynt sé að koma höggi á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og að sér læðist sá grunur að það sé í tengslum við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer um næstu helgi. Björn sækist þar eftir öðru sæti. Geir áréttaði að hið svokallaða hleranamál skiptist í raun í tvö mál. Annars vegar sé um að ræða hleranir á tímum kalda stríðsins en sérstakur hópur manna vinnur nú að því að finna út hvernig opna megi fyrir aðgang fræðimanna í gögn frá þessu tímabili. Hins vegar haldi Jón Baldvin og Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, því fram að þeir hafi verið hleraðir á fyrri hluta tíunda áratugarins og sé það mál í rannsókn hjá ríkissaksóknara eins og vera bæri. Geir sagði það vera umhugsunarefni hvers vegna Jón Baldvin, sem var stjórnvald á þessum tíma, hafi ekki látið aðra í ríkisstjórninni vita af hlerununum. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ásökun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra Alþýðuflokksins, um að hann hefði verið hleraður alvarlega og beinast óbeint að Sjálfstæðisflokknum, sem var samstarfsflokkur Alþýðuflokksins á þeim tíma. Segir Geir að reynt sé að gera Sjálfstæðisflokkinn og forsvarsmenn hans tortryggilega. Kom þetta fram í máli Geirs á opnum fundi í Valhöll í gærmorgun. Geir sagði sérstaklega ógeðfellt að svo virðist sem reynt sé að koma höggi á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og að sér læðist sá grunur að það sé í tengslum við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer um næstu helgi. Björn sækist þar eftir öðru sæti. Geir áréttaði að hið svokallaða hleranamál skiptist í raun í tvö mál. Annars vegar sé um að ræða hleranir á tímum kalda stríðsins en sérstakur hópur manna vinnur nú að því að finna út hvernig opna megi fyrir aðgang fræðimanna í gögn frá þessu tímabili. Hins vegar haldi Jón Baldvin og Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, því fram að þeir hafi verið hleraðir á fyrri hluta tíunda áratugarins og sé það mál í rannsókn hjá ríkissaksóknara eins og vera bæri. Geir sagði það vera umhugsunarefni hvers vegna Jón Baldvin, sem var stjórnvald á þessum tíma, hafi ekki látið aðra í ríkisstjórninni vita af hlerununum.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira