Full afköst nást árið 2008 22. október 2006 08:00 Á hnappnum Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Guðmundur Þóroddsson forstjóri voru samhentir þegar vélarnar voru ræstar. MYND/Stefán Hellisheiðarvirkjun, ný jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur, var formlega gangsett í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Masafumir Wani frá Mitshubishi-verksmiðjunum og Guðmundur Þóroddsson forstjóri fluttu ávörp í tilefni dagsins að viðstöddu fjölmenni. Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hafa gengið að óskum og tvær 45 megavatta aflvélar hafa verið keyrðar í tilraunaskyni undanfarnar vikur. 33 megavatta lágþrýstivél verður gangsett á næsta ári og fjórða og fimmta vélasamstæðan ári síðar. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til ársins 2025. Áætlað er að byggja rafstöð sem framleiðir 270–300 MWe af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth, með sama sniði og gufuaflsvirkjun fyrirtækisins á Nesjavöllum. Skipulag stöðvarhússins er þannig úr garði gert að í miðbyggingu er allt sem er sameiginlegt fyrir allt orkuverið, en hver framleiðslueining verður í sjálfstæðum einingum út frá miðbyggingunni. Vélasalir rafmagnsframleiðslu ganga til suðurs frá miðbyggingunni en varmastöðin til norðurs. Í tengslum við nýtingu jarðvarmans á Hengilssvæðinu hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir umfangsmikilli göngu- og reiðstígagerð á svæðinu. Þá hefur svæðið verið merkt til glöggvunar fyrir ferðafólk og gefin út kort af því. Loks hefur verið auglýst samkeppni um gerð nýs útilistaverks við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hellisheiðarvirkjun, ný jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur, var formlega gangsett í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Masafumir Wani frá Mitshubishi-verksmiðjunum og Guðmundur Þóroddsson forstjóri fluttu ávörp í tilefni dagsins að viðstöddu fjölmenni. Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hafa gengið að óskum og tvær 45 megavatta aflvélar hafa verið keyrðar í tilraunaskyni undanfarnar vikur. 33 megavatta lágþrýstivél verður gangsett á næsta ári og fjórða og fimmta vélasamstæðan ári síðar. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til ársins 2025. Áætlað er að byggja rafstöð sem framleiðir 270–300 MWe af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth, með sama sniði og gufuaflsvirkjun fyrirtækisins á Nesjavöllum. Skipulag stöðvarhússins er þannig úr garði gert að í miðbyggingu er allt sem er sameiginlegt fyrir allt orkuverið, en hver framleiðslueining verður í sjálfstæðum einingum út frá miðbyggingunni. Vélasalir rafmagnsframleiðslu ganga til suðurs frá miðbyggingunni en varmastöðin til norðurs. Í tengslum við nýtingu jarðvarmans á Hengilssvæðinu hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir umfangsmikilli göngu- og reiðstígagerð á svæðinu. Þá hefur svæðið verið merkt til glöggvunar fyrir ferðafólk og gefin út kort af því. Loks hefur verið auglýst samkeppni um gerð nýs útilistaverks við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar.
Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira