Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa 22. október 2006 09:00 Hafsteinn g. HAFSTEINSSON Sáttaleiðin á að hafa mannbætandi áhrif. Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu. Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu.
Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira