Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna 21. október 2006 08:30 Margrét frímannsdóttir Segist hafa beðið nógu lengi eftir þverpólitísku samkomulagi. Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann. Innlent Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann.
Innlent Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira