Sátt um lausnir á vanda LSH 20. október 2006 05:00 Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar