Launamunur milli kynjanna 16 prósent 20. október 2006 06:45 kvennafrídagurinn í fyrra Rannsóknin er eitt af verkefnum félagsmálaráðuneytisins sem talað er um í þingsályktun ríkisstjórnarinnar um jafnréttismál árin 2004 til 2008. Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja.
Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira