Hvalveiðar vekja athygli um allan heim 19. október 2006 06:15 Hvalur 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. MYND/GVA Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar.
Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira