Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela 18. október 2006 07:00 Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki ástæðu til að ríkisstjórnin aðhafist frekar í hleranamálum. Hann vonar að þeir sem hlut eiga að máli hjálpi til við að upplýsa það. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað. Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað.
Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira