Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela 18. október 2006 07:00 Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki ástæðu til að ríkisstjórnin aðhafist frekar í hleranamálum. Hann vonar að þeir sem hlut eiga að máli hjálpi til við að upplýsa það. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað. Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað.
Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira