Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna 18. október 2006 06:30 Helgi Hjörvar Lögfræðiálit fyrir forsætisráðherra um eftirlaunalög fyrir alþingismenn má heimfæra upp á skerðingu til öryrkja. MYND/Vilhelm Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“ Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira