FL selur öll bréf sín í Icelandair Group 17. október 2006 06:00 Fljúga hvor sína leið Hannes Smárason og félagar hans í FL Group yfirgefa nú hluthafahóp Icelandair. Jón Karl Ólafsson forstjóri heldur fluginu áfram með nýja áhöfn í hluthafahópnum. FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira