Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga 9. október 2006 07:15 Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira