FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair 8. október 2006 03:30 FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira
FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira