Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins 8. október 2006 07:30 Sigurður Tómas í héraðsdómi. Sigurður Tómas afhendir lögmönnum ákærðu málsgögn í dómsal. Málið verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara. Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara.
Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira