Hátt í 50 ára gömul tæki ófullnægjandi 8. október 2006 04:30 Leifsstöð. Endurnýja þarf tækjakost flugvallarins í Keflavík segir framkvæmdastjóri. Tæki og tól á Keflavíkurflugvelli eru allt að fimmtíu ára gömul og þarfnast endurnýjunar. Nauðsynlegt er bregðast við stöðunni sem uppi er til þess að efla öryggi flugvallarins til framtíðar litið. Þetta segir Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar. „Eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga úr eftirlitshlutverki komu upp vandamál sem við þurfti að bregðast,“ segir Björn Ingi. „Bandaríkjamenn drógu smátt og smátt úr fjárframlögum í verkefni á Keflavíkurflugvelli sem bitnaði á viðhalds- og eftirlitshlutverki. Þeir höfðu um árabil séð vel um flugbrautirnar en síðan fór að halla undan fæti eftir því sem á tímann leið. Það kom upp einu sinni að flugvél rann til á hálli flugbrautinni, vegna þess að brautin hafði ekki verið sandborin, og eftir þetta atvik beittum við okkur fyrir því að eftirlitið yrði hert.“ Björn Ingi segir nauðsynlegt að endurnýja ratsjána sem er á Keflavíkurflugvelli auk annarra tækja sem notuð eru til þess að viðhalda öryggi á vellinum. „Mörg tæki á flugvellinum er orðin gömul. Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið haldið við af góðu starfsfólki um árabil. Það sama á við um snjóplóg sem notaður er á vellinum, en hann er frá árinu 1957. Til þess að flugvöllurinn uppfylli öll öryggisskilyrði þurfa tækin að vera í takt við nútímaþarfir og ég tel það vera ábyrgðarhluta af minni hálfu að benda á þessi atriði, vegna þess að þetta er alþjóðaflugvöllur þjóðarinnar.“ „Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið viðhaldið af góðu starfsfólki um árabil.“ Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Tæki og tól á Keflavíkurflugvelli eru allt að fimmtíu ára gömul og þarfnast endurnýjunar. Nauðsynlegt er bregðast við stöðunni sem uppi er til þess að efla öryggi flugvallarins til framtíðar litið. Þetta segir Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar. „Eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga úr eftirlitshlutverki komu upp vandamál sem við þurfti að bregðast,“ segir Björn Ingi. „Bandaríkjamenn drógu smátt og smátt úr fjárframlögum í verkefni á Keflavíkurflugvelli sem bitnaði á viðhalds- og eftirlitshlutverki. Þeir höfðu um árabil séð vel um flugbrautirnar en síðan fór að halla undan fæti eftir því sem á tímann leið. Það kom upp einu sinni að flugvél rann til á hálli flugbrautinni, vegna þess að brautin hafði ekki verið sandborin, og eftir þetta atvik beittum við okkur fyrir því að eftirlitið yrði hert.“ Björn Ingi segir nauðsynlegt að endurnýja ratsjána sem er á Keflavíkurflugvelli auk annarra tækja sem notuð eru til þess að viðhalda öryggi á vellinum. „Mörg tæki á flugvellinum er orðin gömul. Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið haldið við af góðu starfsfólki um árabil. Það sama á við um snjóplóg sem notaður er á vellinum, en hann er frá árinu 1957. Til þess að flugvöllurinn uppfylli öll öryggisskilyrði þurfa tækin að vera í takt við nútímaþarfir og ég tel það vera ábyrgðarhluta af minni hálfu að benda á þessi atriði, vegna þess að þetta er alþjóðaflugvöllur þjóðarinnar.“ „Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið viðhaldið af góðu starfsfólki um árabil.“ Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira