Aðstandendur fá rangar upplýsingar 7. október 2006 07:00 Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð. Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð.
Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira