Illa gengur að ná tölum í hús 5. október 2006 07:15 Á fundi Viðskiptaráðs á Þriðjudag Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunfundi um stöðu krónunnar. MYND/GVA Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira