Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri 4. október 2006 05:30 Nýir tímar í Sjálfstæðisflokknum Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. MYND/GVA Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni. Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.
Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira