Valsmönnum spáð sigri 26. september 2006 06:00 meistararnir? Markús Máni Michaelsson og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrirliði og þjálfari Vals sem er spáð titlinum í ár. MYND/GVA Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur. Íþróttir Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur.
Íþróttir Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira